Fréttir

Skólahreysti úrslit

Okkar frábæra lið fór og keppti í úrslitum í Laugardagshöllinni síðasta miðvikudag. Markmið liðsins stóðust, þau ætluðu að gera sitt besta, hafa gaman af þessu, lenda ekki í síðasta sæti og bæta sig frá því síðast. Þetta stóðst allt saman og erum við svooooo hreykin af þessu fína og flotta liði okkar. Þau eru öðrum mikil hvatning til framtíðar.
Lesa meira

Öskudagsskemmtun 2017

Öskudagur var haldinn hátíðlegur hjá okkur í dag, það var farið í leiki, þrautakóng, limbó og sleginn kötturinn úr tunnunni eða nammið úr kassanum. Limbómeistari Brúarásskóla er Þorvaldur Jón. Það voru líka veitt verðlaun fyrir flottustu og frumlegustu búningana í eldri og yngri deild og að auki verðlaun fyrir fyndnasta búninginn í ár. Kíkið á myndirnar á Öskudagsskemmtun 2017
Lesa meira

Skólahreysti

Að sjálfsögðu verða Brúaræsir með í Skólahreysi í ár - keppnin fer fram í íþróttahúsi Egilsstaðaskóla 5.apríl nk. Lið Brúarásskóla er skipað; Örnu, Hólmari Loga, Sigríði Töru og Styrmi Frey. Arney Ólöf og Mikael Helgi eru varamenn.
Lesa meira