Fréttir

Laxárfoss

Gríðarleg heilsuefling í gangi í dag, í góða veðrinu. Fórum öll saman og gengum upp að virkjuninni á Fossvöllum.
Lesa meira

Fjör í sundi í góða veðrinu.

Í dag fóru allir í skólanum saman í sund á Egilsstöðum. Þetta var rosa gaman, veðrið var æðislegt, sólin skein. Nú er sumarið komið á Austurlandi.
Lesa meira

Gróðursetning, tilraunir og kofar.

Á hverju vori plöntum við Yrkjuplöntum sem eiga sér sögu aftur til Vigdísar Finnbogadóttir forseta. Við fáum einnig stærri plöntur frá Hallormsstað. Krakkarnir læra að planta og þurfa að grafa holur, planta, vökva og allt sem þarf að gera. Krakkarnir fóru í ratleik þar sem unnið var með tilraunir og lagfærðu kofa. Skoðið myndir undir sama nafni í myndasafni.
Lesa meira

Kartöfluniðursetningar

Krakkarnir settu niður kartöflur af miklum krafti, þau voru skipulögð í vinnunni einn bjó til holu næsti setti kartöfluna niður og næsti slétti yfir. Skoðið myndir í myndasafni.
Lesa meira

Verkefni um Danmörku

Síðasta viðfangsefni okkar var Danmörk - nemendur unnu saman í pörum, gerðu upplýsingabækling um DK og eins unnu þeir í hópum og sýndu leikrit sem byggt var á ævintýrum H.C. Andersen. Skemmtileg verkefni og vel unnin. Ef þið kíkið á myndamöppuna hér á síðunni finnið þið fleiri skemmtilegar myndir af þessum verkefnum!
Lesa meira

1. - 3. bekkur vann með himingeiminn í síðasta þema.

Krakkarnir á yngsta stigi unnu með himingeiminn í síðasta þema, þau unnu bæði bók með upplýsingar um valdar reikistjörnur og fín veggspjöld sem sjá má í myndasafni.
Lesa meira