Brúarásskóli
starfsáćtlun 2019-2020
Inngangur
Skólahverfi Brúarásskóla er skilgreint sem fyrrum Norđur-Hérađ og eiga börn á grunnskólaaldri ţar forgang ađ skólavist í skólanum, en ađ öđru leyti er sveigjanlegt skólaval í sveitarfélaginu. Starfsemin fer fram í Brúarásskóla og er hann samrekinn grunn- og leikskóli, sundkennslan sem fer fram í Íţróttamiđstöđinni á Egilsstöđum. Nemendur í Brúarásskóla eru 48, ţar af eru 40 grunnskólanemendur og koma 17 ţeirra annars stađar frá, ţ.e. Egilsstöđum og Fellum. Skólinn hefur orđiđ var viđ vaxandi áhuga íbúa í ţéttbýli á ađ nemendur ţađan stundi hér nám og tekur ţví fagnandi. Allir nemendur koma međ skólaakstri í skólann en 6 bílstjórar starfa viđ ţann akstur ađ jafnađi hvern dag. Skólaárinu skipt í fjórar spannir međ fimm nemendaviđtölum, hópaskiptingar mismunandi eftir árgöngum.
Hlutverk
Í Brúarásskóla er nemandinn í fyrirrúmi, starfsfólk leggur sig fram um ađ hlúa ađ hverjum og einum eins og kostur, búa viđkomandi undir ţađ ađ geta orđiđ nýtur og sáttur ţjóđfélagsţegn. Nám á eigin forsendum í heildstćđri ţemavinnu í gegnum kennsluţróunarverkefniđ Brúnna, einstaklingsmiđađ eđa hópmiđađ, eftir ţví hvađ viđ á hverju sinni, er styrkur skólans sem og sveigjanleiki og gildi “gamla” sveitaskólans.
Helstu viđfangsefni – eđa áherslur í starfi skólans
- einstaklingsmiđađ nám í gegnum Brúnna međ sérstakri áherslu á nćrsamfélagiđ.
- skólastarf markast af markmiđum Lýđheilsustöđvar, skólinn hefur veriđ Grćnfánaskóli í 10 ár, og mótast skólastarfiđ mikiđ af ţví verkefni.
- dýrahús veriđ viđ skólann síđustu 10 ár međ nagdýrum og hćnum.
- tölvulćsi sett á oddinn, unniđ mikiđ međ spjaldtölvur.
- gott samstarf skólans viđ tónskóla - ríflega 80% nemenda eru í tónlistarnámi. Nemendur sćkja nám samhliđa öđru námi og mikil samvinna í kringum hátíđir.
- dagvistun fyrir yngri nemendur međ starfsmanni ţar sem áherslan er á leik og hreyfingu.
- áhersla á val nemenda.
- starfstengt nám í 8. – 10. b. – öflug starfsfrćđsla á vinnustöđum.
- enskukennsla frá og međ 1. b.
- samţćtting ólíkra námsgreina viđ list- og verkgreinar.
- ódýrt og gott skólamötuneyti (ávextir á morgnana, hádegismatur og síđdegiskaffi).
- áhersla á heimilislegan og notalegan anda í skólanum.
- áhersla á nýsköpun m.a. í gegnum smíđakennslu. Tveir nýsköpunardagar á skólaári ţar sem hugmyndir eru fullmótađar, ţátttaka í Nýsköpunarkeppni grunnskólanna og Legó-keppninni liđur í nýsköpunarnáminu.
- unniđ međ agastjórnun í anda Brúarskóla ţar sem unniđ er sérstaklega gegn ofbeldi og međ hvatningarkerfum fyrir einstaklinga međ hegđunarerfileika.
- ţátttaka í vinaliđaverkefni sem felur í sér skipulag á útifrímínútum nemenda ţannig ađ alltaf séu einhverjir leikir í bođi.
- útinámsvika er allaf fyrsta vikan í hverjum mánuđi.
- gott samstarf viđ foreldrafélagiđ. Árlega fariđ í menningarferđ til Akureyrar ţar sem söfn eru skođuđ og fariđ í afţreyingu eftir ţví sem kostur er.
Starfsmannamál
Viđ Brúarásskóla starfa skólastjóri og kennarar í rúmlega 7 töđugildum. Einnig starfar annađ starfsfólk, ţađ er skólaliđar, stuđningsfulltrúar, og matráđur og ađstođ í eldhúsi eru í um 4,5 stöđugildum. Kennsla beggja skólastiga er mönnuđ réttindakennurum.
Meginmarkmiđ međ rekstri
3 ára áćtlun
Áfram verđur haldiđ á ţeirri braut ađ styrkja Brúarásskóla sem áhugaverđan valkost fyrir foreldra í ljósi ţess ađ ţeir eiga sveigjanlegt val um skóla fyrir börn sín. Ţannig verđur haldiđ markvisst áfram vinnu viđ ađ styrkja faglega innviđi skólans. Áfram verđur unniđ ađ uppbyggingu list- og verkgreina, vinnu viđ markmiđ Lýđheilsustöđvar um hreyfingu og líkamlegt sem andlegt heilbrigđi sem og áherslan á umhverfisvernd og nýsköpun. Kennsluţróunarverkefniđ Brúin er búiđ ađ festa sig í sessi en mun ţróast áfram t.d. í takt viđ tćknina. Stefnt verđur áfram ađ ţví ađ styrkja nemendur í sjálfstćđi og ţrautseigju og kröfur til nemenda um ađ leggja sig fram og gera sitt besta auknar.
Helstu áform 2019-20
Í vetur munum viđ halda áfram međ grćnfánaverkefniđ og sćkja um Grćnfánann sem viđ vonandi flöggum svo seinna í vetur. Viđ munum senda eitt liđ í Legó-keppnina. Ţróunarverkefniđ Brúin heldur áfram, einnig haldiđ áfram međ Byrjendalćsiđ. Heilsueflandi skóli er verkefni sem viđ munum sinna enn frekar ásamt ţví ađ styrkja bekkjaranda. Nýr skólastjóri hefur störf í vetur og mun starfa út ţetta skólaár.