Þjónusta við nemendur

Alltaf má hafa beint samband við skólann til að fá ráðleggingar og hjálp, hvort sem hægt er að leysa úr málum innan skólans eða vísa til annarra úrræða, sem starfsfólk skólans aðstoðar þá við.

Skólinn á gott samstarf við Skólaskrifstofu Austurlands, þaðan kemur skólasálfræðingur og aðstoðar í ýmsum málum. 

Ásta María Hjaltadóttir, sérkennari, kemur frá Fellaskóla einu sinni í viku.

Védís Klara Þórðardóttir, hjúkrunarfræðingur, kemur frá Egilsstöðum hálfsmánaðarlega.

Í skólanum er starfandi nemendaverndarráð sem vinnur með Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs að málum sem snerta velferð nemenda.

Á Egilsstöðum er starfandi Eyrún Björk Einarsdóttir talmeinafræðingur sem hægt er að vísa til þeim börnum sem eiga við talerfiðleika að stríða.

Skólinn hefur líka átt gott samstarf við barnasjúkraþjálfarann Lonneke van Gastel sem rekur heilsufyrirtækið Heilsuleiðir á Egilsstöðum.