Heilsueflandi grunnskóli

Hugmyndin um heilsueflandi grunnskóla er byggð á Ottawa-sáttmála Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um heilsueflingu. Brúarásskóli skráði sig í verkefnið á vordögum 2012. Veturinn 2012-2013 beindum við sjónum okkar að bættum skólabrag. Skólaárið 2013-2014 höldum við áfram að vinna að bættum skólabrag en leggjum einnig áherslu á að efla forvarnir. Skólaráð skólans er stýrihópur fyrir heilsueflandi skóla í Brúarási og verkefnisstjóri er Þórey Eiríksdóttir.
Tilgangur með heilsueflandi skólum er m.a. að bæta námsárangur - heilbrigðir nemendur eiga betra með að læra en þeir sem ekki eru hraustir – og að auðvelda aðgerðir til að bæta heilsuna með því að efla þekkingu nemenda á heibrigði og þjálfa þá í rökhugsun, félagsmálum og framkomu.

Frekari upplýsingar um verkefnið er að finna hér á heimasíðunni, eða á heimasíðu landlæknisembættisins, www.landlaeknir.is