Hlutverk starfsmanna

Hlutverk skólastjóra
Skólastjóri Brúarásskóla starfar samkvæmt gildandi lögum og reglugerðum um rekstur grunnskóla. Skólastjóri er forstöðumaður skólans og ber ábyrgð á allri starfsemi sem þar fer fram.

Staðgengill skólastjóra
Staðgengill skólastjóra er í fjarveru skólastjóra stjórnandi skólans.

Hlutverk kennara
Er að miðla þekkingu til nemenda og sjá til þess að sérhver nemandi fái viðfangsefni við hæfi. Hann annast kennslu og nauðsynlegan undirbúning samkvæmt stundaskrá og sinnir öðrum störfum við skólann sem honum eru falin af skólastjóra, enda samræmist þau starfssviði hans.

Hlutverk umsjónarkennara
Hver samkennsluhópur hefur ákveðinn umsjónarkennara. Umsjónarkennari fylgist náið með námi nemenda sinna og þroska, leiðbeinir þeim um persónuleg mál og stuðlar að því að efla samstarf skóla og heimila.
Eitt mikilvægasta hlutverk umsjónarkennara er að skapa góðan bekkjaranda. Hann þarf að koma á vissum samskiptareglum og gefa sér tíma til að ræða ýmis málefni er snerta bekkinn sem heild og/eða einstaklinga sem þar eru. Einnig þarf hann að ræða réttindi og skyldur nemenda og kennara.

Allir kennarar skólans þurfa að vera vel vakandi gagnvart eineltismálum og kynna sér stefnu skólans um meðferð slíkra mála.
Nauðsynlegt er að umsjónarkennari skrái mikilvæg atriði sem varða nemendur eftir eigin upplýsinga- og eftirlitskerfi. Þar má nefna heimanám, hegðun, mætingu, samband við heimili o.s.frv.

Hlutverk sérkennara
Hlutverk og starf sérkennara er að sjá um sérkennslu fyrir nemendur sem þurfa aðlagað námsefni og að sinna kennslu ráðgjöf því tengdu. Sérkennari vinnur að einstaklingsáætlunum fyrir nemendur í samráði við umsjónarkennara og aðra sem að málinu koma.

Hlutverk húsvarðar
Umsjón með viðhaldi húss og búnaðar Brúarásskóla. Hann fylgist ennfremur með að húsnæðið sé hæfilega hitað, lýst og loftræst.

Hlutverk stuðningsfulltrúa
Vinnur eftir áætlun sem bekkjarkennari hefur útbúið í samráði við sérfræðing, fagstjóra í sérkennslu eða annan ráðgjafa.
Aðstoðar nemendur við að ná settum markmiðum samkvæmt aðalnámskrá/ einstaklingsnámskrá undir leiðsögn kennara.
Lagar verkefni að getu nemanda samkvæmt leiðbeiningu kennara.
Aðstoðar nemendur við að fylgja settum reglum um hegðun, umgengni og vinnubrögð.

Hlutverk skólaliða
Skólaliði tekur þátt í uppeldisstarfi og öðru sem fram fer innan skólans.
Sér um daglega ræstingu, heldur húsnæði og lóð skólans hreinni og snyrtilegri skv. vinnuskipulagi/starfsáætlun skólans.
Hefur umsjón með nemendum: í frímínútum úti og inni, á göngum, í búningsklefum og lengdri viðveru og aðstoðar nemendur ef með þarf, t.d. við að ganga frá fatnaði sínum.
Aðstoðar kennara inni í bekk ef á þarf að halda.
Aðstoðar á bókasafni, á skrifstofu skólans, við uppröðun og tilfærslu á húsgögnum, tækjum o.fl.
Sinnir einnig öðrum þeim verkefnum sem skólastjóri felur honum innan skólans.

Hlutverk matráðs
Skipuleggur og ber ábyrgð á starfinu í eldhúsinu.
Skipuleggur matseðil skólans og framreiðir hollan og góðan mat fyrir leik- og grunnskóla, morgunhressingu og hádegismat alla virka daga og síðdegiskaffi þrisvar í viku.
Annast innkaup á matvörum, áhöldum og tækjum.
Viðheldur hreinu og heilsusamlegu eldhúsi og matsal.
Sér um kaffimeðlæti á fundum/námskeiðum á vegum leik- og grunnskóla.

Hlutverk aðstoðarfólks í eldhúsi
Framreiðir hollan og góðan mat.
Viðheldur hreinu og heilsusamlegu eldhúsi og matsal.
Sér um kaffimeðlæti á fundum/námskeiðum á vegum stofnananna.