Viðburðir á haustönn

Í byrjun skólaárs er farin haustferð. Þetta er dagsferð fyrir yngsta stigið en mið- og unglingastig gistir í skála eina nótt.
Á leið í Eyvindarkofa haustið 2014  Ritgerðarsmíð með naggrísum
Árlegur gæludýradagur er haldinn í skólanum í október, þá mega allir starfsmenn og foreldrar koma með gæludýrin sín í skólann og þetta er afskaplega líflegur og skemmtilegur dagur.

Menningarferð er farin í nóvember til Akureyrar í samstarfi við foreldrafélagið og gist þar eina nótt. Þá er farið í leikhús eða bíó, söfn heimsótt og ýmislegt fleira skemmtilegt.
Í Skautahöllinni á Akureyri Leikskólabörn á degi íslenskrar tungu
Í nóvember er haldið upp á Dag íslenskrar tungu með samkomu í sal.

Miðstigsskemmtun allra grunnskóla á Fljótsdalshéraði er haldin í Brúarási í nóvember ár hvert. Þá koma 5. – 7. bekkingar úr hinum skólunum og slegið er upp balli með tilheyrandi leikjum, veitingasölu og fjöri. Nemendur elsta stigs Brúarásskóla eru til aðstoðar við skipulag og gæslu.
Leikir á miðstigsskemmtunPerlustrákar

Jólaföndur með foreldrum er í upphafi desember og jólaskemmtun síðasta dag fyrir jólafrí, þar sem allir hópar eru með skemmtiatriði, síðan er dansað í kring um jólatréð og snæddar kökur og kakó. Einnig eru haldin stofujól og borðað jólahangikjöt rétt fyrir jólafrí.
Yngsta stig á litlu jólum Örleikritið Gísli Súr í flutningi unglinga