Reglur um móttöku nýrra nemenda

Erfitt getur verið að byrja í nýjum skóla þar sem aðstæður eru ókunnugar og nemandi þekkir hvorki skólaumhverfið né þær hefðir sem þar hafa skapast. Það er mikilvægt að nýjum nemendum sé kynnt hvernig allt gengur fyrir sig í skólanum og utan hans. Beinast liggur við að þetta sé í höndum tilvonandi umsjónarkennara og með hjálp bekkjarins getur hann gert fyrstu skrefin auðveldari.

Markmið:
Að nýjum nemanda finnist hann velkominn og honum líði vel, svo hann haldi sjálfsöryggi sínu og nái að aðlagast skólaumhverfinu sem best. Ef þörf er á túlkun kemur hún inn í allar leiðir. Ef um er að ræða nemanda með sérþarfir ákveða foreldrar og skóli í sameiningu hvernig best sé að koma á móts við þær.

Leiðir:

1.   Kynna nemanda og forráðamanni skólahúsnæðið (vettvangsferð).

2.   Kynna nemanda og forráðamanni skólareglur og skólanámskrá.

3.   Tilkynna starfsfólki um nýjan nemanda.

4.   Gott er að undirbúa bekkinn og fá einhverja nemendur til að verða „leiðsögumenn”.

5.   Gæta þess að nemandi viti um þá atburði sem eiga sér stað í félagslífinu, bæði innan skólans og utan.

6.   Umsjónarkennari kynnir nemandann fyrir öðrum kennurum og aflar upplýsinga um líðan hans.