25.10.2016
Krakkarnir á yngsta stiginu kláruðu vinaverkefnið sitt með að syngja saman um vináttuna við undirspil Jóns Arngríms.
Slóðin er https://youtu.be/heCUrgYmMpA
Lesa meira
22.10.2016
Á miðvikudaginn var hinn árlegi gæludýradagur. Þessi dagur er í sérstöku uppáhaldi hjá nemendum, það fylgir honum líf og fjör sem gerir hann mjög skemmtilegan. Nemendur mega koma með gæludýrið sitt í skólann þennan dag. Það komu nokkrir hundar af ýmsum tegundum, kanínur, fiskar, snigla og hrútar. Ásgrímur tók upp efni fyrir N4 frá deginum og verður spennandi að sjá hvernig það kemur út.
Lesa meira
14.10.2016
Bleiki dagurinn er liður í átaki Krabbameinsfélagsins í baráttunni gegn krabbameini hjá konum, en þann dag eða 14. október ár hvert eru landsmenn hvattir til að sýna samstöðu, klæðast bleiku og hafa bleikt í fyrirrúmi. Við á Brúarásnum tökum glöð við þeirri hvatningu, sjá myndir Bleiki dagurinn 2016
Lesa meira
29.09.2016
Krakkarnir í 1. -3. bekk unnu líka þemaverkefni um eldgos, þau fræddust um flekaskil og afhverju er eldvirkni á Íslandi. Þau bjuggu til sín eigin eldfjöll úr niðursuðudós og gömlum dagblöðum. Myndir af mikilli eldvirkni í myndasafni.
Lesa meira
15.09.2016
Kartöfludagurinn mikli var í dag, þá fóru allir nemendur skólans og tóku upp kartöflur. Uppskera ársins bara góð og tóku krakkarnir með sér kartöflur í soðið. Kíkið á myndir af kartöfludeginum mikla
Lesa meira
07.09.2016
Hin árlega haustferð hjá 1. - 10. bekk Brúarásskóla var farin í síðustu viku. Við keyrðum á Borgarfjörð, skoðuðum Lindarbakka sem er fallegur gamall torfær í hjarta þorpsins , grilluðum saman við smábátahöfnina við Hafnarhólma, þar eru tveir útsýnispallar og frábært svæði til að skoða sjóinn og lífríkið á svæðinu. Eftir hádegi var keyrt inn Borgarfjörð og þaðan gengið upp í Urðahóla, sem er mjög flott svæði en þar skiptist hópurinn og 6.-10. bekkur hélt áfram göngunni í Breiðuvík og gisti þar og gengu síðan Gagnheiðina til baka en yngri hópurinn fór aðra leið til baka þ.s. rútan beið þeirra. Fræðandi og skemmtileg haustferð. Það er komið safn af myndum úr ferðinni inn á myndir 2016 - 17
Lesa meira