Starfsmenn

Helsta auðlind skólans er starfsfólkið sem gerir skólann að því sem hann er. „Hver og einn er einstakur“ eru einkunnarorð Brúarásskóla og til að koma því í framkvæmd og stuðla að framsæknu og öflugu skólastarfi þarf skólinn að hafa í þjónustu sinni vel menntað og hæft starfsfólk.

Til að svo megi verða leggur skólinn áherslu á eftirfarandi:
- að hafa í þjónustu sinni hæfileikaríkt starfsfólk með faglega þekkingu, menntun og áhuga á starfi með börnum og unglingum.
- að haga stjórnun og vinnutilhögun þannig að hæfileikar, frumkvæði og dugnaður hvers starfsmanns fái notið sín.
- að bjóða upp á góða og heilsusamlega vinnuaðstöðu.
- að hvetja starfsfólk til þess að viðhalda menntun sinni og afla sér nýrrar þekkingar.
- að efla Grænfánastarf skólans og hvetja til sjálfbærrar þróunar.
- að veita starfsmönnum sem mest svigrúm til að sinna tilrauna- og þróunarstarfi, námsefnisgerð og nýjungum á sviði menntunar og uppeldis.
- að efla gagnkvæma virðingu og traust meðal starfsfólks og nemenda.
- að stuðla að góðri heilsu starfsmanna með því að veita þeim tækifæri til heilsueflingar og hvetja þá til markvissrar heilsuræktar.
- að veita starfsfólki markvissar upplýsingar um starfið, m.a. með útgáfu skólanámskrár, skólakompu á heimasíðu, reglulegum kennarafundum, tölvupóstsamskiptum og notkun upplýsingatöflu.

Endurmenntun starfsfólks
Endurmenntunaráætlun skal gerð til þriggja ára. Námskeiðin verða oftast í júní og ágúst hvert ár. Allt starfsfólk fer á námskeið í skyndihjálp á vegum skólans helst þriðja hvert ár.
Stefnt er að því að allt starfsfólk fái námskeið við hæfi eins oft og kostur er.
Símenntunaráætlun  er hér.