Annað stig

Ef umsjónarkennari metur að um einelti sé að ræða í sínum bekk vinnur hann að lausn málsins og fer það eftir eðli þess til hvaða aðgerða er gripið.

Ef umsjónarkennari metur að um einelti sé að ræða sem nær út fyrir umsjónarbekk, vinnur hann að málinu ásamt viðkomandi umsjónarkennara.

Í báðum tilfellum eru skráningar kennara hafðar til hliðsjónar og forráðamönnum málsaðila gerð grein fyrir stöðunni.