Ţrettándagleđi er skemmtun sem haldin er í byrjun janúar í samvinnu viđ ungmennafélagiđ Ásinn.
Skólaţorrablót er haldiđ á bóndadeginum. Ţá helgum viđ daginn fornum siđum og borđum ţorramat í salnum.
LEGOferđ. Í lok janúar/byrjun febrúar fara nemendur á unglingastigi og keppa í First LEGO League tćkni- og hönnunarkeppni. Hver nemandi fer í tvćr slíkar ferđir á sínum skólaferli. Gist er í Reykjavík í tvćr nćtur og auk keppninnar nýtum viđ tímann vel, förum í lazertag, bíó og leikum okkur.
Tvisvar á ári eru haldnir nýsköpunardagar, ţar sem nemendur vinna ađ fjölbreyttum verkefnum í nýsköpun. Oft lýkur ţessum dögum međ einhvers konar sýningu eđa kynningu og nemendur taka ţátt í Nýsköpunarkeppni grunnskóla á hverju ári.
Hérađsleikar eru haldnir á vorin ţar sem nemendur allra grunnskóla á Fljótsdalshérađi hittast og gera sér glađan dag í leikjum og á námskeiđum.
Í tilefni af degi leikskólans 6. febrúar gleđja grunnskólabörn leikskólanemendur međ heimsóknum.
Grímuball er haldiđ á öskudag í samstarfi viđ foreldrafélagiđ.
Árshátíđin er haldin í mars og er ţá flutt leikverk ţar sem allir nemendur eru međ hlutverk. Einnig er tombóla og ýmsar getraunir fyrir gesti ađ spreyta sig á, ásamt krćsingum úr eldhúsinu.
Í apríl er haldiđ upp á dag umhverfisins međ fjölbreyttum umhverfisverkefnum. Fyrsta vikan í hverjum mánuđi skólaársins er ennfremur útikennsluvika og ţá leitast kennarar viđ ađ vinna úti međ nemendum sínum eins og kostur er.
Sérstakar ţema- og útivikur eru í maí og um mánađamótin maí/júní er fariđ í dagsferđ međ nemendum ásamt elsta árgangi úr leikskólanum. Skólaslit eru síđan á síđasta degi skólaársins. Ţá eru afhentar einkunnir og viđurkenningar. Stuttu eftir skólalok er haldinn vorverkadagur í samstarfi viđ foreldra.
Á tveggja ára fresti fer 9.-10. bekkur skólans í skólaferđalag til Danmerkur. Stefnt er ađ ţví ađ allir nemendur fari einu sinni í slíkt ferđalag. Ferđin er farin ađ vori og yfirleitt gist í fimm til sex nćtur. Nemendafélagiđ safnar fyrir ferđina međ alls kyns fjáröflunarverkefnum.