Félög, ráð og fundir

Matarfélag
Rekið af foreldrafélagi Brúarásskóla. Nemendum er skylt að vera í mat. Matargjald fellur ekki niður nema fjarvera nemanda sé fimm samfelldir dagar eða meira.

Kennarafundir
Kennarafundir eru haldnir einu sinni í viku. Skólastjóri stjórnar kennarafundum en kennarar skiptast á um að rita fundargerðir. Annað hvert ár er kosinn trúnaðarmaður kennara og tveir fulltrúar kennara í skólaráð.

Starfsmannafundir
Fundir með öllum starfsmönnum eru haldnir að lágmarki tvisvar á vetri eða oftar eftir þörfum.