Heilsueflandi skóli - Verkefnið

Brúarásskóli skráði sig í verkefnið Heilsueflandi skóli á vordögum 2012 og hefur verið að taka fyrstu skrefin í því verkefni. 
Veturinn 2012-2013 beindum við sjónum okkar að bættum skólabrag. Veturinn á eftir héldum við áfram að vinna að bættum skólabrag en lögðum einnig áherslu á að efla forvarnir.

Skólaráð skólans er stýrihópur fyrir heilsueflandi skóla í Brúarási og verkefnisstjóri er Hrefna Ýr Guðjónsdóttir. Nánari upplýsingar er að finna hér.