Lestrarstefna


Læsi er inn af sex grunnþáttum menntunar. Í Brúarásskóla er lögð mikil áhersla á rækta læsi í sem víðustum skilningi og að nemendur eflist í jafn og þétt upp alla skólagönguna. Leikskólinn vinnur með hljóð og stafi. Á yngra stigi er unnið með Byrjendalæsi sem er læsiskennsluaðferð sem leggur áhersu á fjölbreytta nálgun lestrar og ritunar.

Á eldra stigi eru nemendur að vinna með þróunarverkefnið Orð af orði sem eflir læsi og almennan námsárangur. Alllir nemendur skólans lesa í skólanum svo kallaðan yndislestur 20 mínútur á dag. Foreldrar yngri barna láta nemendur lesa heima og kvitta fyrir. Fjölbreyttar kennsluaðferðir eru nýttar til að efla læsi og það rauður þráður í allri kennslu. Lögð er áhersla á að nemendur lesi í fríum til að missa ekki niður færni. 

Nemendur sem glíma við lestrarefiðleika fá sérstakan stuðning í skólanum. Leiðsagnarmat fer fram á allri vinnu, nemendur taka lestrarpróf í gegnum Lesferil Menntamálastofnunar í sept, jan. og maí ár hvert og fylgst með þróun mála. Lestrarprófið Læsi er lagt fyrir yngstu bekki og Lesskilningsprófið Orðarún lagt fyrir í 3.-10. bekk. Logos greiningarpróf lagt fyrir 3. 6. og 9. bekk. Samræmd próf í 4. -7. og 9. bekk. Með þessu námsmati er fygst náið með lestrarþróun nemenda og miðað við samræmd lestrarviðmið Menntamálastofnunar og gerðar úrbótaáætlanir þar sem við á.