Forvarnir

Stöðugt er unnið að forvörnum af ýmsu tagi meðal allra nemenda skólans. Sem dæmi um forvarnir má nefna viðbrögð við slysum, eldsvoða, jarðskjálftum, sjúkdómum, vímuefnum og öðru sem ógnað getur lífi og heilsu nemenda. Nemendur og kennarar fjalla um ofangreindar hættur og viðbrögð við þeim innan þeirra námsgreina sem best eru til þess fallnar, s.s. lífsleikni, náttúrufræði, samfélagsfræði o.fl.

Starfsmenn skólans reyna að stuðla að jákvæðum þroska nemenda innan einstakra námsgreina og í öllum samskiptum við nemendur. Reynt er að byggja upp sjálfstraust, sjálfsögun, ábyrgð og dómgreind, þannig að auðveldara sé fyrir þá að segja nei við þeim neikvæða þrýstingi sem börn og unglingar verða stöðugt fyrir.

Samkvæmt skólareglum og landslögum eru reykingar og neysla áfengis bönnuð á lóð eða í húsnæði skólans. Sama gildir um allar skemmtanir og ferðalög nemenda.

Starfsmanni skólans ber að láta foreldra/forráðamenn vita um leið og staðfestur grunur er um að nemendur séu að fikta við reykingar, áfengi eða önnur vímuefni.

Skólahjúkrunarfræðingur skólaárið 2018 – 2019 er Védís Klara Þórðardóttir og verður hún með reglulega viðveru í skólanum. Á þeim tíma sinnir hún heilsufarsviðtölum og öðru sem til fellur.