Fyrsta stig

Þegar vitneskja um einelti berst til skóla frá nemanda, forráðamönnum eða starfsfólki skólans er henni komið til umsjónarkennara.

Starfsmaður skólans sem verður vitni að eða tekur við tilkynningu um einelti verður að skrá hjá sér málavexti og koma upplýsingum síðan til umsjónarkennara viðkomandi aðila.

Umsjónarkennari tekur við málinu, skráir það hjá sér og greinir málið samkvæmt skilgreiningu skólans á einelti. Á þessu stigi leitar umsjónarkennari eftir öllum þeim upplýsingum sem hugsanlega gætu varpað ljósi á málið.

Umsjónarkennari ákveður næstu skref eftir eðli málsins og ráðfærir sig við skólastjóra og/eða sálfræðing telji hann þess þörf.