Lög foreldrafélagsins

 

Lög Foreldrafélags Brúarásskóla

1.gr.     Félagið heitir Foreldrafélag Brúarásskóla. Heimili þess er að Brúarási.

2.gr.     Markmið félagsins er að efla samstarf milli skólans og foreldra og stuðla að uppbyggingu skólans á öllum sviðum. Einnig að koma á fræðslufundum fyrir foreldra.

3.gr.     Markmiðum sínum hyggst félagið meðal annars ná með því að veita skólanum vissa starfsaðstoð vegna ákveðinna verkefna eftir óskum skólans og eða félagsins hverju sinni.

4.gr.     Félagar í Foreldrafélagi Brúarásskóla eru allir foreldrar og forráðamenn nemenda í skólanum.

5.gr.     Stjórn félagsins skipa 3 menn og 2 til vara og skulu þeir kosnir á aðalfundi, leitast skal við að hafa 1 foreldri úr leikskólanum ef hægt er. Stjórn skiptir með sér verkum.

6.gr.     Á aðalfundi skal kjósa 2 fulltrúa til setu í skólaráði til tveggja ára í senn og 2 til vara.

7.gr.     Aðalfund skal halda fyrir 20. apríl ár hvert og boðaður með viku fyrirvara. Aðalfundur telst lögmætur ef til hans er löglega boðað.

8.gr.     Lagabreytingar er aðeins hægt að gera á aðalfundi og að því tilskyldu að ¾ hluti fundarmanna greiði því atkvæði.

9.gr.     Um slit félagsins gildi sama regla og í 8. gr.