Grænfáninn

Haustið 2008 var tekin sú ákvörðun að skrá Brúarásskóla á græna grein hjá Landvernd. Við höfum þar með heitið því að gera átak í umhverfismálum í skólanum og vinna að skrefunum sjö að Grænfánanum. Á vordögum 2010 sótti skólinn um Grænfánann og fékk hann afhentan á haustdögum. Næstu tvö ár unnum við með grenndarnám og sóttum síðan aftur um fánann haustið 2012. Grænfánahátíð var haldin í janúar 2013 og fánanum flaggað til næstu tveggja ára. Fánanum var síðan flaggað í þriðja skiptið í janúar 2016. www.landvernd.is