Vinaliðaverkefnið - Verkefnið

Vinaliðar á haustönn 2014

Brúarás hóf þátttöku sína í Vinaliðaverkefninu haustið 2013. Verkefnið nær yfir allan skólann, vinaliðar eru kosnir tvisvar á ári, á haustin og eftir jól. Verkefnið hefur farið mjög vel af stað og því verður haldið áfram.

Vinaliðaverkefnið er sett upp þannig að vinaliðar eru valdir af bekkjarfélögum sínum og skipuleggja þeir leiki og hreyfingu í löngu frímínútum skólans. Vinaliðar mega ekki hafa orðið uppvísir að eineltisþátttöku, annars fá þeir ekki hlutverkið. Verkefnið er upprunnið í Noregi þar sem 785 skólar hafa tekið verkefnið upp með góðum árangri.

Markmið verkefnisins er að:

  • Stuðla að fjölbreyttari leikjum í löngu útivistinni.
  • Leggja grunn sem gerir nemendum kleift að tengjast sterkum vinaböndum.
  • Minnka togstreitu milli nemenda.
  • Hampa góðum gildum, svo sem vináttu, virðingu og því að allir fái að taka þátt.

Samhliða góðum eineltisáætlunum er markmiðið með Vinaliðaverkefninu einnig að draga úr einelti og auka vellíðan nemenda í skólum.

Kristín Högnadóttir stýrir Vinaliðaverkefninu í skólanum. Nánar um verkefnið á íslensku síðu þess hérna og norsku heimasíðu þess hér.