Grænfáninn

Skólar á grænni grein er alþjóðlegt verkefni til að auka umhverfismennt og styrkja umhverfisstefnu í skólum. Þeir skólar sem vilja komast á græna grein í umhverfismálum leitast við að stíga skrefin sjö. Þegar því marki er náð fá skólarnir leyfi til að flagga Grænfánanum næstu tvö ár en sú viðurkenning fæst endurnýjuð ef skólarnir halda áfram góðu starfi. Við skólann verður ennfremur að vera starfandi umhverfisnefnd sem kosið er í á hverju hausti. Umhverfisnefnd skipar þetta fólk.

Haustið 2008 var tekin sú ákvörðun að skrá Brúarásskóla á græna grein hjá Landvernd. Á vordögum 2010 sótti skólinn um Grænfánann og fékk hann afhentan á haustdögum. Næstu tvö ár unnum við með grenndarnám og sóttum síðan aftur um fánann haustið 2012. Grænfánahátíð var haldin í janúar 2013 og janúar 2016 og fánanum flaggað til næstu tveggja ára. Stefnt er að flagga skólaárið 2018-2019. Nánari upplýsingar um verkefnið er að finna á www.landvernd.is