Nemendaverndarráð

Með gildistöku laga nr. 91 um grunnskóla frá 12. júní 2008 er kveðið á um að skólastjóri setji á laggirnar nemendaverndarráð, en hlutverk þess er að samræma skipulag og framkvæmd þjónustu við nemendur varðandi skólaheilsugæslu, náms- og starfsráðgjöf og sérfræðiþjónustu og vera skólastjóra til aðstoðar um framkvæmd áætlana um sérstaka aðstoð við nemendur. Samstarfið getur verið bæði vegna einstakra nemenda og forvarnarstarfs. Jafnframt skuli stuðla að samráði við félagsþjónustu viðkomandi sveitarfélags og barnaverndaryfirvöld vegna málefna nemenda eftir því sem þurfa þykir.

Nemendaverndarráð skipa skólastjóri, umsjónarmaður sérkennslu, skólahjúkrunarfræðingur, fulltrúi félagsþjónustunnar og fulltrúi skólaskrifstofu Austurlands. Kennarar sitja fundi eftir þörfum.  
Nemendaverndarráð fundar tvisvar á skólaári.