Nemendaráð

Við skólann er starfandi nemendaráð sem í eru þrír nemendur af mið- og elsta stigi. Í ráðið er valið á haustin, til eins árs í senn. Ráðið vinnur m.a. að félags-, hagsmuna- og velferðarmálum nemenda, og gefur umsagnir um skólanámskrá og aðrar áætlanir sem varða skólahaldið. Nemendur úr nemendaráði sitja skólaráðsfundi og einn þeirra er ennfremur fulltrúi í ungmennaráði Fljótsdalshéraðs. Ráðið starfar samkvæmt grunnskólalögunum, sjá hér: http://www.althingi.is/lagas/135b/2008091.html
Nemendaráð skólaárið 2019-2020.

Í upphafi hvers skólaárs eru fulltrúar í nemendaráð valdir.  Þeir gegna jafnframt
hlutverki stjórnar út skólaárið.  Í nemendaráði skulu sitja 5
fulltrúar.  Úr 10. bekk koma 2 fulltrúar og úr 7., 8. og 9.
bekk kemur einn fulltrúi úr hverjum bekk.  Val fulltrúa í nemendaráð skal
fara þannig fram að auglýst er eftir framboðum úr hverjum árgangi og skrá
áhugasamir nöfn sín á  kosningablöð.  Dregið er úr nöfnum
frambjóðenda.  Komi upp nafn nemanda sem áður hefur setið í
nemendaráði  skal annað nafn dregið, bjóði sig fleiri fram úr sama
bekk.  Þannig gefst fleiri kostur á að taka þátt í félagsstörfum innan
skólans. 

Nemendaráð skólaársins 2023-2024

  • Ásrún Ólöf Frostadóttir, 10. bekkur
  • Valgeir Már Gunnarsson, 10. bekk
  • Martyn Snær Bogalecki, 9. bekk
  • Klara Elísabet Ragnarsdóttir, 8.bekk
  • Árny Elís Helgason, 7. bekk