Fréttir

Litlu jólin í Brúarásskóla 18. desember 2020

Næstkomandi föstudag verða litlu jólin haldin í Brúarásskóla og við ætlum að gera þau eins ánægjuleg fyrir nemendur og okkur er frekast unnt við þessar aðstæður. Við byrjum daginn á stofujólum í öllum hópum sem hefjast kl. 10:30. Skólaakstur verður þennan dag á eftirfarandi tímum. Hlynur fer 9:40 frá Selbrekku Stefán fer 9:15 frá Eiríksstöðum Guðmundur fer 9:50 frá Smáragrund Sigmundur fer 9:40 frá Straumi Ragnar fer 9:30 frá Skriðufelli Nemendur í 1.-5. bekk koma með lítinn pakka um morguninn sem Grýla og jólakötturinn munu svo koma til skila. Miðað er við að gjöfin kosti ekki yfir 1000 kr. Í 6.-10. bekk verða engir pakkar þetta árið en allir sem aflögu eru færir eru hvattir til að leggja smáræði í púkk og afraksturinn verður svo lagður í sérstakan jólasjóð sem félagsþjónusta Múlaþings og ýmis góðgerðarsamtök á svæðinu halda utan um. Í boði er að koma með pening í föstu formi eða leggja einhverja upphæð að eigin vali inná reikning foreldrafélagsins 0305-13-322902 kt. 621111-0430. Að loknum stofujólum verður hátíðarmatur í matsal frá kl. 11:30 og eftir hann hefst jólabingó. Því næst munu nemendur koma saman í tveimur hópum og horfa á myndband sem Tónlistarskólinn hefur unnið að undanfarið ásamt nemendum og kennurum í Brúarási. Þetta myndband eiga nemendur að fá heim með sér á USB lykli sem við biðjum foreldra að passa vel uppá. Þannig gætum við áfram notað þessa leið til að koma efni á milli skóla og heimila við þessar aðstæður þegar covid og persónuverndarlöggjöf sníða okkur þröngan stakk. Síðasta atriðið á dagskránni verður svo söngur og stuttur göngutúr í kringum jólatré og að því loknu fá nemendur að gæða sér á kakói og piparkökum áður en haldið verður af stað heim í jólafrí. Heimferðin er áætluð klukkan 15:10 þennan dag og þar sem foreldrar geta því miður ekki tekið þátt í gleðinni þetta árið verður nemendum að sjálfsögðu ekið heim í skólabílum. Því miður verður ekki hægt að standa fyrir þrettánda gleði í Brúarási í byrjun nýs árs en við munum leita leiða til að brjóta upp skólastarfið og gera eitthvað skemmtilegt í staðinn með nemendum. Mig langar fyrir hönd alls starfsfólks í Brúarási að þakka ykkur foreldrum kærlega fyrir samstarfið og þolinmæðina á þeirri önn sem nú er senn á enda. Við vonum svo sannarlega að við getum fljótlega komið öll saman og glaðst í Brúarási eins og rík hefð er fyrir í starfi skólans og gefur öllu skólasamfélaginu mikið. Kær jólakveðja ÁIA
Lesa meira

Allt skólahald á Brúarási fellur niður mánudaginn 2. nóv

Á föstudaginn síðastliðinn var það ákveðið að skólahald í grunnskólum í Múlaþingi félli niður á mánudaginn. Ástæðan fyrir þessum starfsdegi er að skipuleggja þarf skólastarf næstu vikur með tilliti til hertra reglna um sóttvarnir í skólum. Leikskólinn á Brúarási fellur niður á mánudaginn ennfremur af þessum orsökum. Vonandi verður hægt að taka ákvörðun á morgun út frá þeirri reglugerð sem er enn í smíðum hvernig skólastarfi verður háttað á næstunni í Brúarási.
Lesa meira

Starfsdagur, frammistöðumat og foreldraviðtöl í byrjun næstu viku

Næstkomandi mánudag þann 26. okt. verður starfsdagur í Brúarásskóla. Daginn eftir verður leikskólinn aftur opinn eins og venjulega en í grunnskólanum verða foreldraviðtöl. Með hliðsjón af ströngum sóttvarnarkröfum höfum við ákveðið að notfæra okkur tæknina og hafa viðtölin í gegnum síma í þetta skipti og vonum við að foreldrar sýni því skilning. Foreldrar geta nú þegar bókað símatíma hjá umsjónarkennara barns síns í gegnum Mentor og um að gera að velja sem fyrst þann tíma sem ykkur hentar best. Búið er að opna fyrir frammistöðumatið inná Mentor og viljum við biðja foreldra að fylla það út með börnum sínum fyrir þriðjudag.
Lesa meira

Nýr matseðill fyrir september og október

Sjá undir Mötuneyti - matseðill
Lesa meira

Skóladagatal aðgengilegt á heimasíðu

Nú er skóladagatalið fyrir nýhafið skólaár 2020-2021 komið inná heimasíðuna.
Lesa meira

Foreldradagur í Brúarásskóla

Næstkomandi föstudag 21. ágúst er á dagskrá í Brúarásskóla árlegur foreldradagur fyrir foreldra barna í 1. -10. bekk. Nánari upplýsingar hér...
Lesa meira

Skólaslit Brúarásskóla veturinn 2019-2020

Skólaslit Brúarásskóla veturinn 2019-2020 verða miðvikudaginn 3.júní kl. 14:00.
Lesa meira

Skólahaldi aflýst vegna veðurs, miðvikudaginn 11. mars.

Skólahaldi Brúarásskóla aflýst vegna veðurs, miðvikudaginn 11. mars.
Lesa meira

Skólahaldi aflýst þriðjudaginn 10. mars

Skólahaldi Brúarásskóla aflýst vegna veðurs, þriðjudaginn 10. mars.
Lesa meira