Fréttir & tilkynningar

14.10.2025

Brúarásleikar

Brúarásleikar verða 15. október nk. og byrja þeir kl. 15:45. Nemendur og fjölskyldur leika saman á stöðvum inni í sal og í hópleik. Nemendum er skipt í 2 hópa.
09.10.2025

Myndir af gæludýradeginum

Framvegis verða myndir af skólastarfinu birtar undir hnappnum Myndir. Þið farið á hnappinn Forsíða hér að ofan, veljið þar Myndir og síðan Skólaárið 2025-2026.
01.10.2025

Jákvæður skólabragur

Öllum skólum á Íslandi ber að stefna að því að skapa jákvæðan skólabrag. Með því er átt við að reynt sé að skapa nemendum og starfsfólki aðstæður sem þeir geta blómstrað í. Þetta hljómar auðvitað einfalt en svo getur verið ýmislegt sem stendur í vegi fyrir því að þetta takist en þó má segja að mikilvægast sé að allir rói í sömu átt við að reyna að skapa þennan jákvæða skólabrag. Liður í umbótaráætlun Brúarásskóla er að skilgreina þann skólabrag sem Brúarásskóli hefur og vill halda. Síðastliðið vor tók allt starfsfólk skólans þátt í að setja í orð þann skólabrag sem einkennir Brúarásskóla og þann hluta hans sem við viljum efla og standa vörð um. Nú á haustdögum var svo haldinn fundur með 5.-8. bekk og 9.-10. bekk þar sem nemendum gafst kostur á að skilgreina það sem einkenndi skólabrag Brúarásskóla og það var ánægjulegt hvað starfsfólk og nemendur voru sammála um margt. Það kom síðan í hlut skólastjóra að koma öllum þessum punktum í samfelldan texta sem við birtum hér með.