Jólatónleikar Tónlistarskóla Norður Héraðs fara fram næstkomandi fimmtudaginn 4. desember kl. 17:30 í Brúarásskóla í hátíðar- og íþróttasalnum í Brúarásskóla. Sérstakur gestur verður Guðmundur R. Gíslason eða Gummu í Súellen. Að tónleikum loknum stendur foreldrafélagið fyrir veitingasölu til styrktar starfsemi félagsins og gefst gestum því tækifæri til að næra sig á staðnum áður en heim er haldið. Að sjálfsögðu eru allir velkomnir á tónleikana og enginn aðgangseyrir á þá.
Nemendur fara heim eftir skóla og koma svo aftur á tónleikana nokkru áður en tónleikarnir byrja.