Legóferð og starfsdagur

Unglingarnir í skólanum lögðu land undir fót og flugu til Reykjavíkur föstudaginn 7. nóvember. Þeir heimsóttu forseta Íslands á Bessastöðum og skoðuðu Hönnunarsafn Íslands. Á laugardeginum var keppt í Legókeppninni. Básinn þeirra vakti athygli og þeim gekk sérstaklega vel í fyrstu umferð í Legókeppninni. Nemendur flugu svo heim á sunnudagsmorgninum.

Föstudaginn 21. nóvember er starfsdagur í leik-og grunnskólum Múlaþings og því frídagur hjá nemendum.