Fréttir

Kartöfludagurinn mikli

Kartöfludagurinn mikli var í dag, þá fóru allir nemendur skólans og tóku upp kartöflur. Uppskera ársins bara góð og tóku krakkarnir með sér kartöflur í soðið. Kíkið á myndir af kartöfludeginum mikla
Lesa meira

Haustferð Brúarásskóla 2016

Hin árlega haustferð hjá 1. - 10. bekk Brúarásskóla var farin í síðustu viku. Við keyrðum á Borgarfjörð, skoðuðum Lindarbakka sem er fallegur gamall torfær í hjarta þorpsins , grilluðum saman við smábátahöfnina við Hafnarhólma, þar eru tveir útsýnispallar og frábært svæði til að skoða sjóinn og lífríkið á svæðinu. Eftir hádegi var keyrt inn Borgarfjörð og þaðan gengið upp í Urðahóla, sem er mjög flott svæði en þar skiptist hópurinn og 6.-10. bekkur hélt áfram göngunni í Breiðuvík og gisti þar og gengu síðan Gagnheiðina til baka en yngri hópurinn fór aðra leið til baka þ.s. rútan beið þeirra. Fræðandi og skemmtileg haustferð. Það er komið safn af myndum úr ferðinni inn á myndir 2016 - 17
Lesa meira

Fyrsti skóladagur hjá 1. - 3. bekk

Fyrsti skóladagurinn hjá 1. - 3. bekk var skemmtilegur með verkefnum í stærðfræði og útiverkefni þar sem nemendur söfnuðu plöntum í plöntuverkefni.
Lesa meira

Sumarfrí

Lesa meira

Laxárfoss

Gríðarleg heilsuefling í gangi í dag, í góða veðrinu. Fórum öll saman og gengum upp að virkjuninni á Fossvöllum.
Lesa meira

Fjör í sundi í góða veðrinu.

Í dag fóru allir í skólanum saman í sund á Egilsstöðum. Þetta var rosa gaman, veðrið var æðislegt, sólin skein. Nú er sumarið komið á Austurlandi.
Lesa meira