Akureyrarferð

Þann 25. janúar var farið í árlegu Akureyrarferðina okkar þrátt fyrir óveður nóttina áður. Við mokuðum okkur út úr Brúarásnum og lögðum af stað um tíuleytið. Vegna seinkunar á áætlun þurftum við að sleppa sundferðinni og fórum beint í Hof og Norðurslóðasetrið. Báðar sýningar voru mjög áhugaverðar og skemmtilegar og eftir það var haldið á Hamborgarafabrikkuna þar sem allir snæddu unaðslega hamborgara. 

Með kvöldinu fóru börnin í bíó og léku sér í íþróttasalnum í KA heimilinu þar sem við gistum. 

Á föstudaginn var farið í sund og á Glerártorg fyrir hádegi. Við borðuðum hádegismat á Greifanum og fórum síðan í skauta. Síðan var keyrt heim.

Ferðin fór mjög vel og það má sjá myndir úr ferðinni hér.