Fundargerð 2. desember 2013

Allir mættir.

Margrét Dögg hefur óskað eftir því að umhverfisnefndin komi í heimsókn á leikskólann og kynni fyrir þeim sorpflokkun. Nefndarmenn tóku vel í þetta. Ákveðið að hafa samband við Margréti og finna heppilegan tíma. 
Sigmar er mótfallinn því að kartöflum og grænmeti sé keyrt heim úr garðinum. Hann vill draga úr mengun og spara orku með því að t.d. draga uppskeruna heim á vögnum.
Upp kom hugmynd um að hafa einn dag í skólanum sem væri alveg helgaður þemanu okkar, vatni.
Sigmar vill láta moka uppúr skítaskurðinum og jafnvel búa til lón.
Föstudaginn 7. október fórum við svo á leikskólann með alls konar rusl með okkur. Elstu nemendur leikskólans flokkuðu svo ruslið með dyggri aðstoð og leiðsögn umhverfisnefndarinnar.