Fundargerð 10. apríl 2014

Allir mættir. 
Rætt um hugmyndir varðandi dag umhverfisins 23. apríl. Við lásum gamla fundargerð síðan 2012 um hugmyndir sem þáverandi umhverfisnefnd kom með í sambandi við þennan dag. Nemendum leist mjög vel á það sem þar stóð og lögðu til að haft yrði svipað fyrirkomulag.

-      Tína rusl og fegra umhverfi skólans.
-      Fara í göngutúr.
-      Elda/borða úti, hita kakó og grilla sykurpúða.
-      Fara í leiki, t.d. hafa stöðvar og hafa nokkra leiki í boði.

Sigmar vildi benda á að smiðirnir sem voru að vinna í forstofunni hafi alls ekki skilið nógu vel við. Það eru naglar, flísar og rusl úti um allt. Þessu verður kippt í lag á degi umhverfisins ef það verður ekki búið.