Vorverkin eru að hefjast í næstu viku hjá okkur þ.e.a.s. frá 19. maí og þau verða til 2. júní. Fullt af spennandi verkefnum verða í gangi og við ætlum að nýta þetta frábæra veður í útikennslu og ýmis skemmtileg verkefni.
Við bendum öllum á að skólinn er búinn klukkan 14:00 á þessu tímabili.
Þar sem sólin er að leika við okkur þessa dagana er um að gera að vera í þunnum og þægilegum fatnaði. Við hvetjum alla til að muna eftir vatnsbrúsa og sólarvörn - það er nefnilega best að njóta góða veðursins á öruggan og skemmtilegan hátt!