Stóra upplestrarkeppnin

Héraðshátíð Stóru upplestrarkeppninnar fór fram í Egilsstaðaskóla miðvikudaginn 15. mars í 27.skipti.  Þar reyndu með sér fulltrúar 7. bekkjar úr öllum fimm grunnskólum Múlaþings.   Fulltrúi Brúarásskóla í keppninni í ár var Maren Cara Björt Ragnarsdóttir. Textarnir, sem lesnir voru að þessu sinni, eru úr bókinni Blokkin á heimsenda eftir Arndísi Þórarinsdóttur og Huldu Sigrúnu Bjarnadóttur. Ljóðin eru eftir Aðalstein Ásberg Sigurðsson en auk þess velja keppendur eitt ljóð að eigin vali.  Maren Cara Björt valdi það að lesa frumsamið ljóð í keppninni í ár og það var bæði vel samið og vel flutt. Hún stóð sig mjög vel í keppninni og var skólanum til sóma.