Soroptimistar afhenta Brúarásskóla góða gjöf

Fulltrúar Soroptimistaklúbbs Austurlands afhentu skólastjóra Brúarásskóla nýlega kærkomna gjöf sem skólann hefur lengi vantað. Gjöfin gengur undir nafninu ,,CAT kassinn" og er í raun verkfærakista til að auðvelda samræður við börn og ungmenni. Þetta er höfðingleg gjöf en hún var fjármögnuð með ágóða af sölu ,,kærleikskúlunnar" og er þar um að ræða árlega fjáröflun félagsins. Á meðfylgjandi mynd má sjá Kristjönu Björnsdóttur formann Soroptimista á Austurlandi og Kristínu Högnadóttur félagsmann afhenta Ásgrími Inga Arngrímssyni skólastjóra Brúarásskóla þessa veglegu gjöf formlega.