Skóladagatal fyrir næsta vetur komið inn

Samkvæmt því koma nemendur aftur í skólann mánudaginn 23. ágúst ásamt foreldrum sínum og sá dagur markar upphaf skólaársins fyrir nemendur. Skóladagatalið er að finna hér á heimasíðu skólans hægra megin undir skólinn/dagatal. Við starfsfólk skólans vonum að nemendur og foreldrar hafi það sem allra best í sumar og að við sjáumst hér hress og kát síðsumars.

Kær kveðja

ÁIA