Skóla slitið

Tíundu bekkingarnir okkar.
Tíundu bekkingarnir okkar.

Brúarásskóla var slitið með viðhöfn miðvikudaginn 3. júní. Vinaliðar fengu viðurkenningar fyrir vel unnin störf, 7. bekkjar stúlkur fyrir þátttöku í upplestrarkeppni. Síðan voru veittar viðurkenningar fyrir lestur (Steinar Smári, Aron Smári og Máni), mestu framfarir (Heiða Rós), prúðmennsku (Lára), dönsku (Dvalinn) og besta námsárangur (Lára). Þær Ágústa, Elsa Björg, Ingunn og Margrét voru kvaddar með virktum og kynnt hvaða starfsfólk kemur nýtt inn á næsta ári. Skólastýran sagði nokkur orð um nýtt námskerfi sem tekið verður upp í haust, tónlistaratriði voru á sínum stað og svo fengu allir sér kaffisopa og fóru heim. Við þökkum fyrir veturinn, óskum öllum gleðiríks sumars og sjáumst í haust! Myndir hér.