First Lego League 2019-2020

Þrautabrautin í ár
Þrautabrautin í ár

Nemendur Brúarásskóla taka þátt í First Lego League 2019-2020 um næstu helgi. Á fimmtudaginn fara nemendur í 6.-8.bekk ásamt nemendum úr Egilsstaðaskóla til Reykjavíkur til að taka þátt í keppninni sem fer fram ár hvert í háskólabíói. Keppnin er á vegum Háskóla Íslands. Keppendur eru á aldrinum 10-16 ára. Í hverju liði eru hámark 10 börn og a.m.k. einn fullorðinn leiðbeinandi. Öll lið fá senda þrautabraut í upphafi skólaárs til að undirbúa sig þar sem unnið er með nýtt viðfangsefni á hverju ári.
Keppt er í fjórum atriðum: Forritun, rannsóknarvinnu, básakynningu og vélmennakappleik.

Þemað í keppninni í ár er:  BORGARHÖNNUN (e. city shaper)

Við óskum nemendum og Nataliu góðs gengis um helgina!