Náttúruskólinn fyrir 3.-4. bekk

Nemendur í 3.-4. bekk fóru á þriðjudaginn 21. september í Náttúruskólann á Einarsstöðum. Þar skoðuðu þeir haustlitina og báru saman við litaspjöld, skoðuðu dýr, laufblöð og strá með stækkunarglerjum. Nemendur töldu árhringi, sáu berserkjasveppi, tálguðu og bjuggu til verðlaunapeninga úr tré. Eldaðar voru tortillakökur og á einni stöðinni var boðið upp á kakó í úrhellisrigningunni. 

Sjá myndir undir Náttúruskólinn 3.-4. bekkur