Legóferð

Nemendur Brúarásskóla í 8.-10. bekk eru núna í Reykjavík til að undirbúa sig fyrir Legókeppnina sem hefst á morgun, 11. nóvember, kl. 9:30. Að þessu sinni keppa tvö lið frá Brúarásskóla. Hægt er að fylgjast með keppninni í streymi á síðunni https://firstlego.is/ . Ýtið á rauðan hnapp á miðri síðu - Fylgstu með í streymi .

Fyrra liðið okkar mun byrja keppni upp úr kl. 10:00.