Landshlutafundur grænfánans haldinn í Brúarási

 Vel tókst til með landshlutafund grænfánans sem haldinn var í Brúarási í gær og Landvernd stóð fyrir. Fundurinn var ætlaður öllum grænfánaskólum á Austurlandi og alls komu um 20 nemendur og kennarar að á fundinn en auk þess tóku allir nemendur í 8.-10. bekk í Brúarási þátt. Það má segja nemendum til hróss að þeir tóku virkan þátt í fundinum og fulltrúar Landverndar  lýstu ánægju sinni með hve góðar hugmyndir nemendur komu með að umbótum í umhverfismálum og hversu vel þeim tókst að koma þeim frá sér.