Jólakveđja

Nú er litlu jólunum hér í Brúarási lokiđ og viđ vonum ađ ţađ hafi tekist ađ senda alla heim í jólafríiđ međ góđar minningar frá ţessum degi. Viđ vonum eflaust öll ađ á nćsta ári getum viđ haldiđ hefđbundin litlu jól međ pompi og prakt en ţađ virđist ljóst á ţessari stundu ađ viđ verđum öll ađ ţreyja ţorrann og góuna ţegar kemur ađ baráttunni viđ covid. Ţrátt fyrir allt hefur skólastarfiđ gengiđ vel ţessa haustönnina ađ mörgu leiti. Nemendur hafa stađiđ sig vel á ýmsum sviđum og langar mig sérstaklega ađ nefna miklar framfarir sem margir nemendur náđu í nýafstöđnu lestrarátaki hér í skólanum. Mig langar líka ađ ţakka öllum sem komu ađ sérlega vel heppnuđum jólatónleikum tónskólans hér í Brúarási fyrir sléttri viku síđan. Ţar fengu hćfileikar nemenda ađ njóta sín og ţađ var sannarlega gaman ađ upplifa loksins vel heppnađa skemmtun međ öllu skólasamfélaginu. En nú tekur jólafríiđ viđ og ţví fylgir alltaf gleđi og eftirvćnting ađ minnsta kosti međal barnanna. Mig langar fyrir hönd starfsfólks Brúarásskóla ađ óska öllum nemendum, foreldrum og forráđamönnum gleđilegra jóla og ţakka fyrir gott samstarf á haustönninni. Viđ byrjum svo vorönnina ţriđjudaginn 4. janúar samkvćmt stundatöflu en daginn áđur ţann 3. janúar verđur starfsdagur leik- og grunnskóla hér í Brúarási.

Kćrar jólakveđjur

ÁIA


Svćđi

BRÚARÁSSKÓLI - FLJÓTSDALSHÉRAĐI

Brúarási, 701 Egilsstađir / Sími: 470 0625 / Netfang: bruarasskoli@mulathing.is
Skólastjóri: Ásgrímur Ingi Arngrímsson