Jólafríið skollið á

Litlu jólin gengu vel miðað við aðstæður í dag en það skyggði á gleðina að ófært var úr Hlíðinni vegna vatnavaxta. Krakkarnir stóðu sig með mikilli prýði og flestir virtust skemmta sér vel. Við viljum minna á minnislyklana sem nemendur fóru með heim í dag. Þar er að finna heilmikið af skemmtilegu efni sem hefur verið æft og tekið upp í skólanum undanfarið. Við viljum biðja foreldra að passa vel uppá þessa lykla. Við minnum svo á að skólastarfið hefst á starfsdegi þann 4. janúar en fyrsti nemendadagur eftir jólafrí er 5. janúar. Gleðileg jól!