Nemendur okkar fengu einstakt tækifæri til að kynnast bæði húsdýrum og gæludýrum í tveimur spennandi heimsóknum að undanförnu. Þann 29. apríl fóru þau í skemmtilega ferð í fjárhúsin á Teigaseli, þar sem þau kynntust sauðkindinni og lærðu um daglegt líf á bóndabæ.
Í síðasta tíma var svo komið að umhirðu gæludýranna okkar kæru, en þá tóku nemendur höndum saman við að snyrta klær naggrísanna og hreinsa eyru þeirra. Það var einstaklega gaman að sjá hvað krakkarnir sýndu verkefninu mikinn áhuga og natni. Þetta voru mjög lærdómsríkir tímar þar sem nemendur öðluðust dýrmæta reynslu í umönnun dýra og mikilvægi góðrar dýravelferðar.
Myndir úr dýravali - síðustu tveir tímar