Heimsókn Fuglafjarðarskóla á enda

Nemendur og kennarar færeyska skólans sem hér voru í heimsókn fóru heim miðvikudaginn 15. apríl, og við söknum þeirra strax. Skemmst er frá því að segja að heimsóknin lukkaðist afskaplega vel. 8. og 9. bekkur Brúarásskóla fór með færeysku nemendunum í smá ferðalag í Snæfellsstofu, Fljótsdalsstöð og Hallormsstaðaskóg. Svo gistu þau öll saman í skólanum, við héldum hæfileikakeppni, borðuðum saman og svo var diskótek þar sem nemendur dönsuðu af kappi. Þetta var æði, nú verðum við bara að drífa okkur til Fuglafjarðar! Myndir hér.