Grímugerðarnámskeið hjá 9. og 10. bekk

Nemendur með afrakstur vinnu sinnar ásamt leiðbeinendum námskeiðsins
Nemendur með afrakstur vinnu sinnar ásamt leiðbeinendum námskeiðsins

Föstudaginn 8. september komu til okkar í Brúarás góðir gestir frá Spáni í tilefni af BRAS sem er menningarhátíð barna og ungmenna á Austurlandi. Þetta voru þau Pablo Durán Rojas og Diana Costa og þau leiðbeindu nemendum 9. og 10. bekk við gerð andlitsgríma. Nemendur fengu að læra ákveðnar aðferðir við grímugerðina en fengu annars nokkuð frjálsar hendur við verkefnið. Þannig fékk sköpunargleði nemenda að njóta sín og afraksturinn voru fjölmargar frumlegar og flottar grímur eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Við þökkum þeim Pablo og Diönu kærlega fyrir komuna og skipuleggjendum BRAS fyrir að senda þau til okkar.