Gæludýradagur föstudaginn 22. okt

Við við viljum minna á gæludýradaginn næstkomandi föstudag. Þann dag eru eins og flestir vita gæludýr boðin velkomin með nemendum í skólann. Því miður verðum við að tilkynna það að við getum ekki tekið á móti köttum í þetta skiptið vegna ofnæmis hjá nemanda í skólanum.

Eins og venjan er verða dýrin að hafa með búr til að dvelja í meðan eigandinn getur ekki sinnt því yfir daginn. Eins getur búnaður eins og ól verið í einhverjum tilfellum verið nauðsynlegur. Við vonum að dagurinn verði ánægjulegur og eftirminnilegur fyrir krakkana og að þau fari sæl og glöð heim í langt helgarfrí.

Það á engum eftir að hundleiðast þennan dag