Fundargerð 29. október

Allir mættir.

Kynnt fyrir þeim sú ákvörðun að sækja um grænfánann fyrir vorið en ekki áramótin. Þeim leist vel á það. Nú styttist í að vatnsbrúsarnir komi í hús og ætlum við að láta nemendur "skreyta" brúsana með staðreyndum tengda vatni, sem þau þurfa að afla sér upplýsinga um. 

Þau fóru að ræða um endingu grænfánans og datt þá í hug að nýta mætti slitna fána til að búa til innkaupapoka eða íþróttavesti.

Sigmar stakk uppá að við myndum halda plastlausan dag og svo vill hann að við notum heyið sem til fellur hér á staðnum, við slátt á sumrin, fyrir dýrahúsið.

Þau komu svo með hugmynd að útihreyfidegi og útieldunardegi.