Forkeppni Stóru upplestrarkeppninnar

Í morgun var haldin skólahátíð stóru upplestrarkeppninnar. Nemendur í 7. bekk hafa verið að æfa stíft fyrir keppnina og í dag lásu alls fimm nemendur í 7. bekk fyrir öllum í skólanum. Dómarar völdu þrjá nemendur til að taka þátt í lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fyrir hönd skólans sem haldin verður í Egilsstaðaskóla þann 14. mars. Þennan heiður hlutu Þorbjörg Helga og Mekkín Ann og Ævar Karl til vara.

Hér má sjá myndir af forkeppni í Brúarási.