Foreldradagur mánudaginn 22. ágúst

Skólaárið í Brúarási hefst með foreldradegi næstkomandi mánudag. Þá mæta nemendur í sína heimastofu með foreldrum og hitta þar umsjónarkennara, skólastjóra og jafnvel fleira starfsfólk. Í vetur verðum nemendum skipt í þrjá hópa í stað fjögurra eins og í fyrra enda er enginn nemandi að hefja nám í 1. bekk þetta haustið. Nemendur í 2.-4. bekk verða saman í stofu á neðri hæð og umsjónarkennari þess hóps verður Bergljót Georgsdóttir. 5.-7. bekkur verður saman í stofu á efri hæð og umsjónarkennari þess hóps verður Þórey Eiríksdóttir. Það er svo Kristín Högnadóttir sem verður umsjónarkennari 8.-10. bekkjar í vetur og hann verður að sjálfsögðu á efri hæðinni líka. Tímasetningar á mánudaginn eru þessar:
 
2.-4. bekkur kl. 12:30 í heimastofu.
4.-7. bekkkur kl. 13:00 í heimastofu
8.-10 bekkur kl. 13:30 í heimastofu
 
Við hlökkum til að hitta ykkur öll á mánudag og svo mun hefðbundið skólastarf hefjast daginn eftir þriðjudaginn 23. ágúst.