Fjölgun í dýrahúsinu

Í dag fjölgaði í dýrahúsinu okkar þegar Rófa eignaðist tvo unga. Þeir eru nokkuð stórir og fá að kúra með mömmu sinni í sérbúri í nótt. Faðirinn er Perlus sem fæddist einmitt fyrir hálfu ári síðan, upp á dag. En þá var haldið að Perlus væri kvenkyns og var kallaður Perla í dágóðan tíma. Alveg þangað til að það kom í ljós að hann hafði valdið töluverðum usla hjá kvenkyns naggrísunum og það var staðfest að hann var alls ekki kvenkyns naggrís. Hann er faðir a.m.k. 3 unga núna og jafnvel nokkurra annarra sem eiga eftir að fæðast.